Tilvitnun.is  Við lifum öll undir sama himni, en ekki hafa allir sama sjóndeildarhringinn. - Konrad Adenauer
funderOuter
Tilvitnun.is
Velkomin á tilvitnun.is

Tungumálið og hæfileikinn til að tjá sig í orðum, hvort sem er í tali eða skrifuðum texta, er líklega einn mikilvægasti hæfileiki mannsins. En í þessu eins og svo mörgu öðru hafa sumir náð að tileinka sér þennan hæfileika og nýta til mikilla afreka á meðan aðrir, líklega flestir, eiga erfiðara með að koma fyrir sig orði og þá sérstaklega í formlegum texta. Það má því segja að efni það sem er birt á tilvitnun.is sé dýrmætur fjársjóður sem er ekki bara hægt að njóta heldur líka nýta þegar mikið liggur við. Hér má finna uppörvandi og mannbætandi, svo fátt eitt sé nefnt, tilvitnanir, málshætti, orðtök og spakmæli sem geta verið okkur upplyfting í daglegu amstri og einnig uppspretta af hugmyndum þegar okkur sjálf skortir orð.

Í raun má segja að markmið okkar, aðstandenda tilvitnun.is, endurspeglist í því sem fram kemur hér á undan. En markmið okkar er að safna saman á einn stað íslenskum tilvitnunum  auk íslenskra málshátta, orðtaka og spakmæla þannig að sem flestir geti notið.

Við þurfum þína hjálp við að gera þessa vefsíðu áhugaverða og lifandi. Við erum alltaf að leita að nýju efni til að bæta í safnið þannig að sérhver tilvitnun eða málsháttur eða annað sem á erindi á tilvitnun.is er vel þegið.

Það er okkur mikilvægt að textar, heimildir og uppruni texta sé eins rétt og kostur er. Við biðjum þig því að hafa samband ef þú sérð eitthvað sem betur má fara.

Við vonum að aðrir hafi jafn mikið gagn og gaman og við höfum haft af því efni sem er búið að safna hér saman. Þá er okkar helsta markmiði náð.

Kær kveðja,
tilvitnun.is

aðstæður afbrýðissemi afmæli afskiptasemi agi áhrif áhyggjur aldur andlegur árangur ást atburðir atorka atvinna atvinnugrein atvinnuumsókn bækur bandaríkjamenn barn barnalegur basquiat bíll bjartsýni blaðamaður blaðamennska blár blekking bob, bók bókmenntir borða börn brand brennivín breyting bros cry dagur dauði draumar draumórar dyggð dýr eftirsjá ég einbeiting einkenni eldmóður elska erfiðleikar fall fátækt fátækur fegurð ferðalag ferilskrá Ferming find finna fjárglæframenn, fjárgræðgi fjarvera fjölskylda fólk fórn forvitni Fótbolti frægð frami framsýni framtíð framtíðin frelsi fréttamaður fréttir friður frjáls frumkvöðlar fyrirgefa fyrirgefning fyrirhyggja fyrirtæki gæfa gæludýr gallar gamall gefa gifting gjafmildi gjafmildur gjörvuleikur glas gleyma goal góðverk golf græða græðgi grátur grétar Grettir grín Guð gull hæfileiki hamingja handbolti harðstjóri harmleikur hatur Hávamál hefnd heiðarlegur heiðarleiki heiðni heilindi heilræði heilsa heima heimska heimskingi heimurinn hestur hindranir Hitler hjálp hjón hjónaband hlátur hljóð hlustun hönnun hræddur hrós hugarfar hugleysi hugmynd hugmyndir hugrekki hugsa hugsun hundur hurt, ideas idiom iðja iðjulaus Ísland íþróttir jafnrétti Jesús job john jól jörðin kærleikur kanslari kenna kennsla kjósendur knattspyrna kona köttur kynlíf kyssa læra lærdómur leiðtogi leikhús lennon leti líf lifa lífið list litblindur litur ljóð ljón ljúga lof loftslag lög löngun lygar lygi maður maðurinn mála marketing markmið marley, matur mbl menning menntun miðaldra minning minningar mistakast mistök móðir morgundagur mother multiplier n1 nægjusemi náttúra náttúran náttúruvernd neitun neyð níð núvitund óhagkvæmur óhamingja óheiðarlegur Oprah, orð ósætti ósammála ósk óvinir partý peace peningar pólitík prestur ráðleggingar ranglæti reglur reið réttlæti reynsla ríkur ritdómur rithöfundur ritstjóri ritstörf rónar Sælgæti saga sálfræði sambúð sannleikur sekur sending sigur silence sjálfstraust skáldsaga skemmtun skilningur skírlífi skólaganga skóli skynsemi smiling snilligáfa sofa sorg sparnaður spegill speki spilling spurning spurningar stefnuleysi stillt stjórn stjórnmál stjórnmálamenn stjórnun stríð suffer, svar sýklar syndin tækifæri takmark tala tapa tár þakklæti þekking þjálfun þjáning þögn þolinmæði þræll þrautsegja þrautseigja Þýskaland tíðindi tilgangur tilvitnun tilvitnun.is tími tíminn tölfræði traust tré trú trúarbrögð trúðar trúður truth, týna umhverfið umhverfismál umhverfisvernd ungur uppeldi útrásarvíkingar Útvegsbankinn vald vandamál vani vanþakklæti vegamót velgengni verk verknaður vetur viljastyrkur vilji villast vinátta vinir vinna vinnusemi vinur vísindamaður vísindi viska vit vitur vörumerki work